Brokkolí & avokadósalat með eggjahræru

Brokkolí - og eggjasalat MMM

Það er alveg spurning hvort hægt sé að kalla þetta salat – en ég geri það nú samt því að það er svo mikið grænmeti í þessum rétti.  Mér finnst egg afskaplega góð og borða þau nánast daglega frá 1-3 stk á dag – ýmist í eggjahræru, sem spæld egg eða harðsoðin.  Egg eru nefnilega stútfull af hollustu og svo eru þau bara svo góð!

P.s. magn fer algjörlega eftir því fyrir hve marga þú ætlar að elda fyrir .  Ég hef miðað við 2 egg fyrir mig og 3 egg fyrir eiginmanninn = 5 egg og svo er bara að hafa nógu mikið af grænmeti með.  Það er nefnilega ávallt hægt að bæta grænmetisneysluna.

Innihald:

 • Brokkolí
 • Kókosolía
 • Egg
 • Fetaostur
 • Sveppir – smáttsaxaðir
 • Rauðlaukur – smáttsaxaður
 • Steinselja – smáttsöxuð
 • Turmeric
 • Svartur pipar
 • Sjávarsalt
 • Dijon-sinnep
 • Rucollasalat
 • Tómatar 

Aðferð:

 1. Brokkolíið er gróftskorið og sett út í sjóðandi heitt vatn í 4-8 mínútur.
 2. Kókosolían er hituð á pönnu við meðalhita.
 3. Egg, fetaosti, sveppum, rauðlauk, steinselju, kryddunum og dijon blandað saman í skál og hellt út á heita pönnuna.
 4. Hrært duglega í þar til enginn vökvi er lengur á pönnunni – tekur örfáar mínútur.
 5. Rucollasalati dreift á disk.
 6. Eggjahrærunni hellt þar yfir og öllu hinu dreift um kring.

Njótið!

Með heilsukveðju frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

 

 

 

Leave a Reply