Bounty Súkkulaðikaka

_MG_8862 

Súkkulaðikökur eru ávallt vinsælar hjá dætrum mínum og þessi er mjög einföld og fljótlegt að gera. Hana þarf ekki að baka og flokkast því sem hrákaka.  Það góða við hana er að hægt er að útbúa hana með góðum fyrirvara og geyma þá í ísskáp þar til hún er borin fram.  Ef eitthvað er þá bragðast hún bara betur eftir 2-3 daga.

 
Innihald – botninn:

 • 2 bollar fínt kókosmjöl
 • 1 ½ bolli möndlumjöl
 • ½ bolli kókosolía (ef olían er hörð þá getur verið gott að setja hana í glas og ofan í heitt vatn).
 • 2 ½ msk hrísgrjónasýróp (Rice Malt Syrup)
 •  

Innihald – fyllingin:

 • ½ bolli döðlur (sem búnar eru að liggja í heitu vatni í 20-30 mín)
 • 1 bolli lífrænt kakó
 • ¼ bolli kókosolía
 • ½ bolli + 3 msk til viðbótar af hrísgrjónasýróp
 • Ef þarf 3 msk af döðluvatninu (ef þér finnst fyllingin vera í þurrari kantinum)

 
Aðferð – botninn:

 1. Blandaðu öllu því sem á að fara í botninn saman í matvinnsluvél.
 2. Því næst er blöndunni þjappað vel niður í formið sem þú ætlar að hafa kökuna í. Ég notaði pie-disk og lét blönduna ná upp til hliðana.
 3. Sett í ísskáp á meðan fyllingin er útbúin.

 
Aðferð – fyllingin:

 1. Byrjaðu á að saxa döðlurnar niður og settu þær í skál með sjóðandi heitu vatni í um 20-30 mín.
 2. Síaðu vatnið af döðlunum og settu til hliðar (gætir þurft að nota það ef fyllingin verður of þurr).
 3. Blandaðu öllu því sem á að vera í fyllingunni saman í matvinnsluvél.
 4. Blöndunni er þá hellt yfir botninn.
 5. Sett aftur inn í ísskáp í a.m.k. klst. Kakan geymist í ísskáp í nokkra daga og verður þ.v. betri eftir 2-3 daga.

 

Skreytt með kókosmjöli og smá kakói sáldrað yfir.  Svo er einnig mjög gott að skera jafnvel niður jarðarber og kiwi og bera fram með kökunni ásamt bláberjum.  Einnig hægt að notast við t.d. frosin ber eins og bláber eða hindber.

 

Njótið!

 

Með heilsukveðju frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

Leave a Reply