Blómstrandi sumarsalat

Blómstrandi sumarsalat MMM

Þegar vora tekur og á sumrin fæ ég yfir mig “salat-æðið” mikla.  Ég hef póstað mörgum salat-myndum á Instagram og ákvað að taka þær saman og setja þær einnig hér inn á MMM-síðuna til að gefa ykkur hugmyndir að allskyns útfærslum að salati.

Þetta salat er sérlega sumarlegt þar sem í því eru einnig fersk blóm – stjúpur sem jú eru ætar!  Magn fer alveg eftir smekk.  Því meira grænt – því vænna!

Innihald:

 • Blanda af grænu salati (t.d spínat, rucolla og grænkáli)
 • Avokadó
 • Rauðlaukur
 • Sólþurrkaðir tómatar
 • Kirsuberjatómatar
 • Agúrka
 • Ólífur
 • Geitaostur
 • Sesamfræ
 • Furuhnetur
 • Blóm

Aðferð:

Græna salatið sett á disk og öllu hinu raðað fallega þar ofan á.

Njótið!

Með heilsukveðju frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

Leave a Reply