Blómkáls- og rósakálssalat

Blómkáls og hvítlaukssalat MMM

Þegar ég var barn þá fannst mér rósakál (brussel sprouts) í einu orði sagt “viðbjóður.” Sem betur fer breytast og þroskast bragðlaukarnir og í dag finnst mér þetta ofurholla grænmeti æðislega gott.  Langbest finnst mér ef ég kemst í það þegar það er ferskt en ef ekki þá er vel hægt að nota frosið rósakál.   Mér finnst mjög gott að snöggsjóða rósakálið og skutla því svo á heita pönnuna og krydda með tamarisósu, sesamolíu og nýmöluðum svörtum pipar.

Innihald:

 • Rósakál (brussel sprouts)
 • Lífræn jómfrúarólífuolía
 • Hvítlaukur – smáttsaxaður
 • Vorlaukur – smáttsaxaður
 • Blómkál – skorið í litla bita
 • Rauð paprika – smátt skorin
 • Tamarisósa
 • Sesamolía
 • Salt & pipar
 • Rucolla
 • Agúrka – skorin í sneiðar
 • Parmesan – ferskur ef þú átt

 
Aðferð:

 1. Byrjaðu á að skella rósakálinu í sjóðandi heitt vatn og láttu sjóða í ca 4-6 mínútur eða þar til farið að linast – þú vilt nefnilega ekki sjóða kálið of lengi því svo er það steikt.
 2. Hitaðu ólífuolíu á pönnu á rétt yfir meðalhita.
 3. Byrjaðu á að snöggsteikja hvítlaukinn og vorlaukinn í um 1 mín.
 4. Bættu þá blómkálinu, paprikunni og soðna rósakálinu við á pönnuna og skvettu smá tamarisósu og sesamolíu.
 5. Kryddaðu með salti & pipar.
 6. Rucolla sett á disk – blöndunni hellt yfir og skreytt með ferskri agúrku og rifnum ferskum parmesan.

Njótið!

Með heilsukveðju frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

 

 

Leave a Reply