Avokadó með kelpnúðlum og hummus

Avokadó með kelpnúðlum og hummus MMM

Þetta salat er flott að gera þegar tíminn er naumur.  Fljótlegt – einfalt og gott! Svo er um að gera að nýta það grænmeti sem til er á heimilinu og leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.

Fyrir 1

Innihald:

 • Spínat – eða annað grænt blaðsalat
 • Kelpnúðlur
 • Ólífur
 • Kirsuberjatómatar
 • Avokadó
 • Rauð paprika
 • Sesamfræ
 • Furuhnetur
 • Hummus (það er mjög einfalt að gera sinn eiginn sjá hér –  en einnig hægt að kaupa tilbúinn)
 • Geitaostur
 • Spírur

Aðferð:

 1. Salatinu dreift á disk.
 2. Öllu raðað snyrtilega þar yfir.

Njótið!

Með heilsukveðju frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

Leave a Reply