Ávaxtagúrme

Ávaxtagúrme mmm
Skammtur fyrir 2-4

Innihald:

 • 1 bolli kínóaflögur (líka hægt að nota haframjöl eða tröllahafra)
 • ½ bolli kókosmjöl
 • ½ bolli gróft saxaðar möndlur með hýðinu
 • 3 msk ólífuolía
 • 2 msk hunang
 • 10 jarðarber – smátt skorin  (einnig hægt að nota hindber – fersk eða frosin)
 • ½ bolli bláber – fersk/frosin
 • ¼ bolli mangó – skorin í teninga (ferskt eða frosið)
 • 2 bollar grískt jógúrt

Aðferð:

 • Hitið ofninn í 180 gráður.
 • Blandið kínóaflögunum, kókosmjölinu, möndlunum, olíunni og hunanginu vel saman í skál.
 • Dreift á bökunarpappír á ofnplötu og sett inn í ofn (180gr) og bakað í u.þ.b. 10-15 mínútur eða þar til blandan er orðin gyllt að lit.
 • Tekið út og leyft að kólna.
 • Berjunum og mangó blandað saman í skál.
 • Ávaxtablöndunni skipt jafnt í 2-4 glös/skálar.
 • Þá er gríska jógúrtinu skipt á milli og loks er möndlublöndunni dreift yfir hvern og einn skammt.

 

Njótið!

 

 

 

 

 

 

Leave a Reply