Aspas – & ostasalat

Aspas - og ostasalat MMM

Yfir sumartímann rennur á mig “salat-æðið” mikla og ég stunda það að útbúa hinar ýmsu útgáfur af salati hvort sem er í hádegis og/eða í kvöldmatinn.  Hér er enn ein hugmyndin!

Fyrir 1

Innihald:

 • Ferskur aspas (alveg í lagi ef aðeins er til í dós – þá er líka óþarfi að sjóða!)
 • Blandað grænt salat – fæst tilbúið í pokum sem innihalda þá t.d. babyleaf, romain salati, redbeat, lollo rosso, carmoli og green oakeas.
 • Ferskt basil
 • Vorlaukur – saxaður
 • Kastaníusveppir – saxaðir (þessir brúnu – líka alveg hægt að nota þessa hvítu venjulegu)
 • Hvítlaukur – smátt saxaður
 • Ólífur
 • Alfalfa spírur
 • Kirsuberjatómatar
 • Sesamfræ
 • Sólblómafræ
 • Cashew hnetur
 • Harður ostur t.d. Oud Amsterdam
 • Sesamolía
 • Lífræn jómfrúarólífuolía

Aðferð:

 1. Aspasinn soðinn í örfáar mínútur.
 2. Ólífuolía hituð á pönnu og hvítlaukurinn snöggsteiktur ásamt vorlauknum og sveppunum.
 3. Salatinu dreift á disk.
 4. Öllu raðað snyrtilega þar yfir.
 5. Að lokum er svo fræjunum og hnetunum dreift þar yfir ásamt ostinum og smá ólífuolíu hellt yfir.

Njótið!

Með heilsukveðju frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

Leave a Reply