Ananasskyrsalat með goji & súkkulaði

Ananassalat með kakónibbum MMM

Ég elska fræin úr granataeplinu.  Kannski þá vegna þess að yfirleitt er ég búin að dunda við að plokka fræin úr eplinu í smástund og þá verða fræin svona einstaklega bragðgóð!  Nei annars þessi fræ eru fáránlega góð – hvort sem er eintóm, út á chia-grauta, grískt jógúrt eða út á salatið. Fræin má kalla ofurfæði en þau eru stútfull af næringarefnum, innihalda meira af andoxunarefnum en aðrir ávextir, þau eru mjög C-, K- & B-vítamínrík ásamt öðrum flottum næringarefnum, próteinum og trefjum.  Ef þú hefur ekki enn smakkað þá er algjörlega komin tími á að gera það sem allra fyrst.  Hér er t.d. hugmynd um hvernig þú getur notað fræin.

P.s. magn fer algjörlega eftir því fyrir hve marga þú ætlar að útbúa  fyrir.  

Innihald:

 • ½ ferskur ananas
 • Skyr að eigin vali (ég var með vanilluskyr sem ég fann hér í Hollandi – en það jafnast samt ekkert á við íslenska skyrið).
 • Mangó
 • Kiwi
 • Fræin úr ástaraldin (passionfruit)
 • Fræ úr granataepli
 • Goji-ber
 • Kakónibbur
 • Kókosflögur

 
Aðferð:

 1. Fyrst er ananasinn skorinn í tvennt.   (Ég notaði neðri partinn og geymdi þann efri).
 2. Þá er skorið innan úr ananasinum og sett til hliðar (hér er s.s. verið að gera skál úr ananasinum. Þú getur þ.v. sleppt þessum part og hreinsað ananasinn og skorið í teninga og notast þá við venjulega skál).
 3. Skyrið sett ofan í ananasinn.
 4. Mangó og kiwi hreinsað og skorið niður.
 5. Öllu dreift og raðað ofan á og um kring að vild. 

Njótið!

Með heilsukveðju frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

 

Leave a Reply