Heimagert grænmetis sushi

Sushi brún grjón mmm

Innihald

  •  1 ½ bolli brún soðin hrísgrjón
  • 2 ½ msk brown rice vinegar (edik)
  • 1 ½ msk rice malt sýróp
  • ½ tsk sjávarsalt
  • 2 stk. Noriblöð
  •  Fylling t.d agúrkur, mangó, gulrætur, avokadó og ristuð sesamfræ.


Aðferð

  •  Hrísgrjónum, ediki, sýrópi og salti blandað saman.
  • Dreift á noriblöðin – látið ca 1 ½ cm í endann fjær þér vera án hrísgrjóna – það svæði er notað til að loka rúllunni.
  • Fyllingunni komið fyrir á endanum sem er næst þér og svo er bara að rúlla saman rúllunni.  Byrjaðu á endanum næst þér – svona eins og þegar svefnpoka er rúllað saman.  Gott er að bleyta aðeins tóma endann fjær þér svo að rúllan lokist betur saman.
  • Borið fram með wasabi og soyasósu.

Njótið!

Leave a Reply